IMG 8186

Picture 1   

5 tommu  GPS plotter með dýptarmæli

  • Skarpur og bjartur litaskjár og takkaborð
  • Innbyggð DownVü botnmyndaskönnun færir þér skarpa og góða mynd
  • Innbyggður 500 W (RMS) HD-ID™ dýptarmælir
  • 5 Hz GPS/GLONASS móttakari uppfærir staðsetninguna 5 sinnum á sekúndu
  • Stillanleg festing sem tækið smellur í

echoMAP 52dv er með skarpann 5 tommu litaskjá með sjálfvirkri stillingu fyrir baklýsinguna. Góður og hraðvirkur 5Hz GPS/GLONASS móttakari endurreiknar staðsetningu og stefnu fimm sinnum á hverri sekúndu til að gera alla hreifingu á skjánum fínni og nákvæmari. Ýmis botnstykki eru í boði fyrir tækið, hvort sem það er innanborðs, utanborðs eða í gegnum skrokkinn. Það styður líka Minn Kota® og MotorGuide® mótora með innbyggðum botnstykkjum. Snúrurnar tengjast beint aftaná tækisfestinguna, sem gerir einfalt og fljótlegt að festa og losa tækið.